Ormurinn í Lagarfljóti

Saga þessi er byggð á þjóðsögunni um orminn í Lagarfljóti. Þar segir frá stúlku sem fær gullhring að gjöf frá móður sinni. Hún leggur gullið undir lyngorm í litla öskju. Ormurinn vex og þrútnar og loks verður stúlkan svo hrædd að hún kastar öskjunni í Lagarfljót. Þar byltist ormurinn um og engum er óhætt að fara um fljótið vegna grimmdar hans. Tveir Finnar eru fengnir til að yfirbuga orminn og ná gullinu. Þeim gengur erfiðlega að ráða við hann en eftir langa og erfiða baráttu tekst Finnunum að koma böndum á orminn svo að hann er ófær um að gera mönnum mein. Þó kemur fyrir að hann skýtur upp kryppunni og þykir það boða váleg tíðindi. (Söguþræðir)