Peð á plánetunni jörð

„Leynilegur ástmaður minn stendur í eldheitu sambandi við barbídúkku . . . Hólmfríður handavinnubani lætur eins og ég sé með fjórtán þumalputta . . . auk þess hóta kaloríudraugarnir að breyta mér í súmóglímukappa með tveggja sæta rass.”
Saga hinnar fjórtán ára Möggu Stínu, Peð á plánetunni Jörð, sló rækilega í gegn þegar hún kom fyrst út og rifjaði upp fyrir lesendum meistaraleg tök Olgu Guðrúnar á bókmenntum fyrir unglinga.