Í bókinni, sem kom út árið 2010, eru átta smásögur eftir íslenska höfunda. Unglingurinn er í brennidepli í sögunum og fjallað er um ólík mál sem hver og einn lesandi þarf að taka afstöðu til. Höfundar sagnanna eru: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Auður Jónsdóttir, Björn Bragi Arnarsson, Gerður Kristný, Guðmundur Óskarsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Mikael Torfason og Yrsa Sigurðardóttir.
Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur, skrifar inngang og íhugunarefni fyrir lesendur. Hann er jafnframt höfundur kennsluleiðbeininga sem aðgengilegar eru á heimasíðu Námsgagnastofnunar.