Á bókasafninu er að finna sýniseintök af flestum kennslugögnum sem Námsgagnastofnun gefur út. Einnig sýnisefni frá öðrum útgefendum sem nýst gæti í kennslu. Á heimasíðu Menntamálastofnunar: mms.is er hægt að gerast áskrifandi að tölvupósti með tilkynningum um nýtt námsefni.
Kennsluleiðbeiningar og kennaraeintök eru öll lánuð út af safninu og skráð í Gegni.
Talsvert er til af fræðiritum um uppeldis- og menntamál. Safnið er áskrifandi að Tímariti um uppeldi og menntun sem gefið er út af Menntavísindasviði HÍ.