Skólabragur

Skólabragur segir til um þann anda sem ríkir í skólanum. Hann myndast í samskiptum nemenda og starfsmanna þar sem allir einstaklingar eru mikilvægir og bera sína ábyrgð. Lögð er áhersla á jákvæðan skólabrag en hann einkennist meðal annars af:

– skyldu okkar allra til að virða rétt annarra
– glaðlegu og kurteisu viðmóti
– afslöppuðu andrúmslofti
– hvatningu til þátttöku og að taka frumkvæði
– því að vera ábyrg
– því að nýta tímann vel

Skólinn starfar í anda heilsueflingar, leggur áherslu á umhverfisvitund með þátttöku í þróunarverkefnum um heilsueflandi skóla og grænfánaverkefni ásamt tengingu við náttúru, arfleið, menningu og sögu heimasvæðis.