Stefna skólans er að:
- Tryggja öryggi.
- Hjálpa einstaklingum að læra af þeim mistökum sem þeir gera varðandi hegðun og samskipti.
- Hjálpa þeim að líta í eigin barm og ná betri stjórn á eigin hegðun.
- Styrkja þá í að takast á við mistök sín á uppbyggilegan hátt.
Hegðun er annars vegar ásættanleg og eðlileg og hins vegar óásættanleg. Þarna á milli er dregin lína, sem við köllum skýru mörkin.
Æskileg og eðlileg hegðun
Nemandi mætir ávallt stundvíslega og vel undirbúinn í skólann, reiðubúinn til að takast á við verkefni dagsins. Hann gengur vel um skólann og sýnir sjálfum sér og öðrum virðingu með framkomu sinni, orðum og gjörðum.
Óæskileg hegðun
Nemandi veldur truflun á skólastarfi, mætir of seint og/eða illa undirbúinn. Hann gengur illa um eigur skólans og notar gætir ekki orða sinna.
Tvær leiðir eru til að vinna með nemandanum
Uppbygging – fylla út uppbyggingaráætlun.
Viðurlög – fer eftir broti en geta verið eftirfarandi:
- Senda til umsjónarkennara/skólastjórnenda.
- Aðskilnaður frá bekk.
- Samband við foreldra.
- Fundur.
- Samningur.
- Senda heim.
Óásættanleg hegðun
Nemandi vinnur viljandi skemmdarverk, beitir grófu andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi. Nemandi gerist sekur um vopnaburð eða notkun fíkniefna.
Viðurlög við óásættanlegri hegðun:
Ávallt skal vísa nemanda til umsjónarkennara/skólastjórnenda
Hafa samband við foreldra og láta sækja nemanda.
Gera uppbyggingaráætlun með foreldrum þegar nemandi kemur aftur.