Áfengis- og fíknivarnir

Markmið

Í fíknivörnum er lögð áhersla á að hjálpa nemendum til að þroska félagslega eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfinningu, dómgreind, gagnrýna hugsun og hæfni til samskipta við aðra. Enn fremur að hjálpa nemendum til að efla tengsl sín við fjölskyldu, skóla, jafnaldra og samfélagið. Lögð er áhersla á eftirfarandi:

  • að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda
  • að auka þekkingu og skilning nemenda á fíkniefnum og afleiðingum af notkun þeirra
  • að líta ekki á fíknivarnir sem einangraðan þátt heldur sem hluta af margþættu uppeldisstarfi skólans

Framkvæmd

Kennsla í 1 – 5. bekk miðist við að styrkja samskiptahæfni og sjálfstraust nemenda. Í 6. – 10. bekk er haldið áfram með þá vinnu að styrkja samskiptahæfni og sjálfstraust nemenda. Á þessu aldurskeiði fá nemendur fræðslu um fíkniefni og afleiðingar þeirra.

Nemendur eru hvattir til að vera vímuefnalausir.

Áhersla lögð á tjáningu í öllum námsgreinum í skólanum.

Fylgst er með ástundun nemenda og umsjónarkennarar láta foreldra vita ef ástundun nemenda verður ábótavant.

Allt starf sem fer fram undir merkjum skólans skal vera vímuefnalaust. Neysla vímuefna í skólahúsnæði er stranglega bönnuð og á skólatíma er nemendum ekki leyfilegt að neyta vímuefna. Ef nemendur verða uppvísir að neyslu vímuefna í skipulögðu starfi á vegum skólans verða foreldrar látnir vita tafarlaust.

Hér er hægt að finna forvarnarstefnu Borgarbyggðar

Uppfært 07/2014