Gegn einelti

Hvað er einelti?

Skilgreining á einelti

Einelti er þegar einstaklingur verður margendurtekið og á afmörkuðu tímabili fyrir aðkasti á einhvern hátt frá einum eð fleiri aðilum. Einelti getur birst á margan hátt.

Félagslegt einelti

Barnið skilið útundan í leik, barnið þarf að þola svipbrigði, augngotur, þögn, baktal eða algert afskiptaleysi.

Andlegt einelti

Barnið er þvingað til að gera eitthvað sem stríðir algerlega gegn réttlætiskennd þess og sjálfsvirðingu.

Líkamlegt einelti

Gengið er í skrokk á barninu.

Munnlegt einelti

Uppnefni, stríðni eða niðurlægjandi athugasemdir. Hvíslast er á um barnið, flissað og hlegið.

Rafrænt einelti

Neikvæð og skaðleg skilaboð um eða til einhvers sem er komið áleiðis t.d. í gegnum tölvupóst, Facebook, eða aðra samfélagsmiðla og spjallrásir. Myndir birtar á netinu eða sendar.

Uppfært 87/2016