Kennsluráðgjafi

Kennsluráðgjafi starfar hjá Borgarbyggð, næsti yfirmaður hans er fræðslustjóri. Starfsvið kennsluráðgjafa nær til leikskóla Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar, Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Helstu verkefni kennsluráðgjafa eru:

  • Athuganir og greining fyrir einstaka nemendur.
  • Leiðbeiningar, aðstoð og ráðgjöf við starfsmenn skóla varðandi kennslu.
  • Að vera tengiliður sérfræðiþjónustunnar við stofnanir eftir nánara ákveðnu skipulagi og í samráði og samvinnu við sálfræðing sérfræðiþjónustunnar.

Ásta Björk Björnsdóttir er kennsluráðgjafi.

 

Uppfært 08/2016