Talmeinafræðingur

Talmeinafræðingur er ráðin af Borgarbyggð og heyrir undir fræðslustjóra. Hann tekur börn í greiningu, þ.e. metur málþroska- og framburð, tekur nemendur í þjálfun, veitir foreldrum og kennurum ráðgjöf. Skriflegar beiðnir undirritaðar af foreldrum þurfa að liggja fyrir áður en nemendur eru prófaðir eða teknir í þjálfun.
Aðstoðarskólastjóri er tengiliður skólans við talmeinafræðing og verða beiðnir að berast til hans. Talmeinafræðingur forgangsraðar síðan verkefnum í samráði við fræðslustjóra.

Uppfært 07/2014