Þroskaþjálfi

Starfaskilgreining:  Þroskaþjálfun felur, m.a. í sér verkefni á sviði valdeflingar, ráðgjafar, umönnunar, uppeldis, fræðslu, leiðsagnar og stjórnunar með það að markmiði að auka lífsgæði og standa vörð um velferð fólks. Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstaklingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum.

Þroskaþjálfi í grunnskóla: Gerir færni og þroskamat og annast upplýsingaöflun og upplýsingagjöf vegna sérþarfa nemanda. Veitir kennurum og forráðamönnum nemenda ráðgjöf og leiðbeiningar er lúta að fötlun eða þroskafrávikum. Gerir áætlanir í vinnslu mála og fylgir þeim eftir. Hann sinnir þverfaglegu samstarfi innan og utan stofnunar vegna eftirfylgni mála og við skipulagningu verkefna.

Uppfært 02/2018