Áfallaráð
Grunnskóli Borgarfjarðar starfar í þremur deildum: á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Áfallaráð er skipað skólastjóra, deildarstjóra í viðkomandi deild ásamt skólahjúkrunarfræðingi. Auk þeirra eru skólasálfræðingur, sóknarprestur og skólaritarar ráðinu til stuðnings. Skólastjóri boðar til funda í áfallaráði og stýrir vinnu þess. Skólastjóri getur einnig falið viðkomandi deildarstjóra að stýra vinnu ráðsins.
Starf áfallaráðs
Áfallaráð gerir vinnuáætlun svo bregðast megi við áföllum sem orðið hafa s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir þeir atburðir sem líklegt er að kalli fram sorgarviðbrögð og/eða áfallastreitu.
Vinnuáætlunin verður að vera skýr og afdráttarlaus um hvert hlutverk þeirra er sem í ráðinu eru og hvernig og í hvaða röð eigi að bregðast við hverju einstöku tilviki. Mikilvægt er að huga að óskum fjölskyldna þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Við skipulag áfallahjálpar og viðbragða þarf að hafa í huga alla þá einstaklinga sem koma að starfi skólans s.s. nemendur, aðstandendur, stjórnendur og annað starfsfólk skólans. Einnig starfsfólk stoðþjónustu skólans, skólabílstjóra og starfsfólk íþróttahúsa. Áfallaráð skal sjá um að allt starfsfólk fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum. Einnig þarf áfallaráð að sjá til þess að kennarar og annað starfsfólk sem að áfallahjálp vinnur fái stuðning og aðstoð.
Áföll
- Alvarleg slys (nemanda, aðstandenda eða starfsfólks)
- Alvarleg veikindi (nemanda, aðstandenda eða starfsfólks)
- Langvinnir sjúkdómar (nemanda, aðstandenda eða starfsfólks)
- Andlát (nemanda, aðstandenda, starfsfólks eða maka starfsfólks)
Áfallaráð skal koma saman í upphafi skólaárs og kanna hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda og/eða starfsfólks vegna dauðsfalla, alvarlegra veikinda og/eða slysa eða annarra áfalla.
Áfallaráð skal taka ákvörðun um viðbrögð og/eða aðgerðir. Skólastjóri heldur utan um slíkar aðgerðir. Skólastjóri getur einnig falið deildarstjóra viðkomandi deildar slíka umsjón.
Vinnutilhögun áfallaráðs
Nemendur
Langvinnir sjúkdómar/alvarleg veikindi nemenda:
- · Viðkomandi starfsfólki og bekkjarfélögum skal gerð grein fyrir aðstæðum.
- · Ákvörðun áfallaráðs hvernig taka skuli á hverju tilfelli eftir aldri nemenda og aðstæðum hverju sinni.
- · Aðilar úr áfallaráði ásamt umsjónarkennara ræða við og vinna með nemendum bekkjarins sem málinu tengjast.
Þegar nemandi kemur aftur í skólann:
- · Undirbúa þarf bekkjarfélaga undir komu nemandans aftur í skólann.
- · Umsjónarkennari og/eða aðili úr áfallaráði ræða við nemanda og aðstandendur áður en hann kemur í skólann og hlusta eftir því hvernig hann vill hafa aðstæður.
- · Umsjónakennari fylgist sérlega vel með nemandanum næstu daga og vikur og lætur hann vita að hann hafi alltaf aðgang að aðstoð.
Alvarleg slys á nemanda:
Ef slys verða í skólanum:
- · Ef nemandi verður fyrir alvarlegu slysi í skólanum skal strax hafa samband við lögreglu og forráðamenn nemandans.
- · Áfallaráð fundar og ákveður hvernig bregðast skuli við.
- · Aðilar úr áfallaráði ræða við nemendur sem tengjast málinu.
- · Nemendum og starfsfólki er gerð grein fyrir aðstæðum.
- · Skólastjórnendur bera ábyrgð á að enginn fari heim úr skólanum með rangar eða misvísandi upplýsingar um atburðinn.
- · Skólastjórnendur skulu vera tengiliðir við fjölmiðla ef þeir sýna atburðinum áhuga. Allir starfsmenn skulu vísa á þá ef til þeirra er leitað eftir upplýsingum.
Slys sem verða utan skólatíma:
- · Stjórnendur skólans fá staðfestingu á atburði.
- · Áfallaráð fundar svo fljótt sem auðið er og tekur ákvörðun um hvernig bregðast skuli við.
- · Viðkomandi umsjónakennara og öðru starfsfólki sem að nemandanum og bekknum koma verði tilkynnt um atburðinn eins fljótt og auðið er.
Næstu dagar:
Mikilvægt er að upplýsingastreymi til skólans sé gott og rétt. Skólastjórnendur bera ábyrgð á því. Umsjónarkennari kemur upplýsingum til bekkjarfélaga.
Þegar nemandi kemur aftur í skólann:
- · Undirbúa þarf bekkjarfélaga undir komu nemandans aftur í skólann.
- · Umsjónarkennari og/eða aðili úr áfallaráði ræða við nemanda og aðstandendur áður enn hann kemur í skólann og hlusta eftir því hvernig hann vill hafa aðstæður.
- · Umsjónarkennari fylgist sérlega vel með nemandanum næstu daga og vikur og lætur hann vita að hann hafi alltaf aðgang að aðstoð.
Andlát nemanda:
- · Skólastjórnendur sjá um að afla staðfestra upplýsinga um atburðinn og hafa samband við heimilið.
- · Áfallaráð kallað saman (ásamt sóknarpresti) á stuttan fund þar sem ráðið skiptir með sér verkum og ákveður fyrstu viðbrögð skólans.
- · Mjög áríðandi er að allar aðgerðir skólans séu bornar undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir skulu hafðir með í ráðum frá upphafi.
- · Gæta skal þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fréttirnar sérstaklega, en ekki yfir hóp.
- · Skólastjóri kallar starfsfólk saman sem fyrst og tilkynnir dauðsfallið.
- · Skólastjóri eða annar úr áfallaráði ásamt sóknarpresti og umsjónarkennara tilkynna andlátið strax í viðkomandi bekkjardeild.
- · Hafa ber í huga að hlúa þarf að nemendum í bekknum eins og hægt er með aðstoð hjúkrunarfræðings og/eða sálfræðings.
- · Kveikja á kerti (í áfallakassa)
- · Sóknarprestur talar við börnin og biður með þeim stutta bæn.
- · Umsjónarkennarar tilkynna andlátið í sínum umsjónarbekkjum. Mikilvægt er að allir fái fréttirnar samtímis.
- · Skólinn dregur fána í hálfa stöng þegar tilkynningin hefur borist öllum til eyrna.
Mikilvægt er að nemendur fari heim í lok skóladags með skriflega tilkynningu til forráðamanna til að þeir geti brugðist við viðbrögðum nemenda þegar heim er komið. Einnig er send rafræn tilkynning til foreldra.
Aðstandendur nemenda
Alvarleg veikindi aðstandenda nemenda:
- · Skólastjórnendur og umsjónarkennari fá staðfestingu á veikindunum hjá forráðamanni nemandans.
- · Upplýsingum er komið til allra sem málið varðar.
- · Áfallaráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig unnið skuli að málinu
- · Aðilar úr áfallaráði aðstoða umsjónarkennara við að undirbúa bekkinn hvernig hann tekur á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann.
Alvarleg slys aðstandenda nemanda:
- · Skólastjórnendur eða umsjónarkennari fá staðfestingu á slysinu hjá forráðamanni nemandans.
- · Upplýsingum er komið til umsjónarkennara auk annarra sem málið varðar.
- · Áfallaráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig unnið skuli að málinu.
- · Aðilar úr áfallaráði aðstoða umsjónarkennara við að undirbúa bekkinn hvernig tekið er á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann.
Andlát aðstandanda nemanda:
- · Skólastjórnendur eða umsjónarkennari fá staðfestingu á andlátinu hjá forráðamanni nemandans.
- · Upplýsingum er komið til umsjónarkennara auk annarra sem málið varðar.
- · Mjög áríðandi er að bera allar aðgerðir skólans undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og hafa þá með í ráðum frá upphafi.
- · Áfallaráð kallað saman (ásamt sóknarpresti) þar sem ráðið skiptir með sér verkum og ákveður fyrstu viðbrögð skólans.
- · Skólastjóri kallar starfsfólk saman sem fyrst og tilkynnir dauðsfallið.
- · Umsjónarkennari sér um áframhaldandi vinnu með bekknum en getur þó alltaf leitað til aðila úr áfallaráði um aðstoð.
- · Bekkurinn undirbýr samúðarkveðju og jafnvel heimsókn.
- · Skólinn sendir samúðarkveðju til nemandans og fjölskyldu.
- · Áfallaráð aðstoðar umsjónarkennara við undirbúning þess að nemandinn mæti í skólann aftur til að auðvelda endurkomu hans.
Starfsmenn skólans
Alvarleg veikindi starfsmanns skólans:
- · Skólastjóri/áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann hvernig tilkynna skuli nemendum veikindin.
Alvarleg slys starfsmanns skólans:
- · Áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann eða aðstandendur hans hvernig tilkynna skuli slysið.
Andlát starfsmanns:
- · Skólastjóri leitar staðfestra upplýsinga um andlátið.
- · Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið.
- · Skólaritari skólans sér um að tilkynna þeim sem fjarri eru.
- · Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega – ekki yfir hópinn.
- · Áfallaráð fundar um hvernig tilkynna eigi nemendum andlátið.
- · Ef umsjónarkennari fellur frá tilkynnir skólastjóri ásamt aðila úr áfallaráði og sóknarpresti umsjónarbekk andlátið og hlúir að bekknum.
- · Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum um andlátið skuli komið til forráðamanna nemenda.
- · Aðilar úr áfallaráði veita þeim kennara sem tekur við bekknum aðstoð næstu daga. Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum um andlátið skuli komið til forráðamanna nemenda.
- · Skólastjóri ásamt öðrum fulltrúa úr áfallaráði heimsækir nánustu aðstandendur starfsmanns.
- · Skólinn sendir samúðarkveðju til nánustu aðstandenda.
Andlát maka/barns starfsmanns:
- · Skólastjóri leitar staðfestra upplýsinga um andlátið.
- · Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið
- · Skólaritari skólans sér um að tilkynna þeim sem fjarri eru.
- · Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega – ekki yfir hópinn
- · Ef maki/barn umsjónarkennara fellur frá tilkynna skólastjóri eða aðili úr áfallaráði umsjónarbekknum andlátið.
- · Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum skuli komið til forráðamanna nemenda.
- · Aðilar úr áfallaráði veita þeim kennara sem tekur við bekknum aðstoð næstu daga. Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum um andlátið skuli komið til forráðamanna nemenda.
- · Skólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns.
- · Skólinn sendir samúðarkveðju til nánustu aðstandenda.
(uppfært 10. janúar 2018)