Valur er safn tólf smásagna. Þær fjalla allar um strákinn Val. Í sögunum veltir hann fyrir sér ýmsu um lífið og tilveruna. Sögurnar eiga að vera kveikja að umræðum um siðferðileg og heimspekileg málefni.
Kennarakver fylgir bókinni. Þar eru æfingar og verkefni með hverri sögu sem byggja á aðferðum heimspekilegrar samræðu og barnaheimspeki. Að auki er í kverinu kennslufræðileg umfjöllun um þessar aðferðir.