Sjálfstæði - Ábyrgð - Virðing - Samhugur
Grunnskólinn í Borgarnesi

Dimmur föstudagur

17janAllan daginnDimmur föstudagur

Nánari upplýsingar

Þann 17. janúar 2020 verður Föstudagurinn DIMMI haldinn í fjórða sinn en þá eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til þess að taka sér hvíld frá raftækjum í einn dag. Draga fram kerti og vasaljós, spilastokka og borðspil. Skemmta sér við að segja draugasögur og spjalla saman. Þessi áskorun um að eiga rafmagnslaus og raunverulegar samverustundir.
Að hvíla síma, netið og kaffivélar eftir bestu getu og finna skemmtilegar lausnir t.d. draga fram prímusa og gasgrill reynist áskorun fyrir marga og ekki síst ungu kynslóðina sem þekkir ekkert annað en að hafa alltaf rafmagn.

Hvert ár hefur dagurinn haft sitt sérstak þema en megin tilgangurinn er að efla raunveruleg tengsl og samskipti, órafmögnuð og á eigin skinni.

Að þessu sinni verður þemað Samvera fjölskyldunnar.

Meira

Klukkan

Allan daginn (Föstudagur)

Grunnskóli Borgarfjarðar

  • Hvanneyri
  • Kleppjárnsreykir
  • Varmaland
  • 311 Borgarbyggð - SÍMI 4337300
Hafa samband
Grunnskóli Borgarfjarðar
433-7300