Skólasetning
Nánari upplýsingar
Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar verður 23. ágúst. Til að gæta vel að sóttvörnum munum við skipta hópum á skólasetningu. Varmaland: Kl. 10:00 Skólasetning í Þinghamri allir saman en dreifum okkur vel. Eftir setningu
Nánari upplýsingar
Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar verður 23. ágúst.
Til að gæta vel að sóttvörnum munum við skipta hópum á skólasetningu.
Varmaland:
Kl. 10:00 Skólasetning í Þinghamri allir saman en dreifum okkur vel.
Eftir setningu situr yngsta stig (1.-4. bekkur) áfram í salnum. Að lokinni kynningu kennara býðst foreldrum og nemendum að skoða heimastofu nemenda.
Miðstig (5.-7. bekkur) fer í heimastofu.
Unglingastig (8.-10. bekkur) fer í heimastofu.
Kleppjárnsreykir
Kl. 11:00 yngsta stig í matsal. Að lokinni skólasetningu og kynningu kennara býðst foreldrum og nemendum að skoða heimastofu nemenda í hollum.
Kl. 11:30 unglingastig í íþróttahúsi. Að lokinni skólasetningu og kynningu kennara býðst foreldrum og nemendum sem þess óska að skoða heimstofu bekkjarins.
Kl. 12:00 miðstig í stofu bekkjarins í skólanum.
Hvanneyri
Kl. 13:00 3.-5. bekkur Skólasetning og kynning kennara í stofunni Hafnarfjall. Að lokinni kynningu býðst foreldrum og nemendum að skoða heimastofu nemenda.
Kl. 14:00 1.-2. bekkur Skólasetning og kynning kennara í stofunni Hafnarfjall. Að lokinni kynningu býðst foreldrum og nemendum að skoða heimastofu nemenda.
Meira
Klukkan
(Mánudagur) 08:18 - 08:18
Næstu viðburðir