Birta leitarniðurstöður Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Prenta þessa síðu
Aðrir vefir Borgarbyggðar
Grunnskóli Borgarfjarðar
   433-7300 / gbf@gbf.is

Hvanneyri
   433-7315 / 433-7316

Kleppjárnsreykir
   433-7324 / 433-7320

Varmaland
   433-7306 / 433-7304

Atburðadagatal
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
september 2014
Næsti mánuður
3. september 2014 - Varmaland

Um síðustu helgi, 29. -30. ágúst, tóku þrír núverandi og fyrrverandi nemendur Varmalandskóla, þátt í Gettu Betur námskeiði fyrir stelpur sem haldið var í útvarpshúsi RÚV, Efstaleiti.  Tilgangur námskeiðsins var að örva áhuga stelpna á spurningakeppni framhaldskólanna Gettur betur. Stjórnendur námskeiðsins voru fyrrverandi þátttakendur en aðeins örfáar stelpur hafa verið með í keppninni frá upphafi.

 

Þær Erna Elvarsdóttir og Katrín Pétursdóttir mættu hressar og kátar til leiks í Spurningakepppni Grunnskólanna og einnig verður Anna Þórhildur Gunnarsdóttir í liði Menntaskóla Borgarfjarðar í Gettu Betur í vetur.

Meira

2. september 2014

Í GBF erum við svo heppin að hafa fengið danskan farkennara sem mun verða hjá okkur í 8 vikur og aðstoða við dönskukennsluna. ​Irene Haugaard Gedsted kemur frá norður Jótlandi og er hér á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands. 

 

Um dönskukennsluna í Kleppjárnsreykjadeild sér Maja Vilstrup dönsk stúlka sem nýráðin er að skólanum og Gróa Erla Ragnvaldsdóttir í Varmalandsdeild.

 

Í dag hittust þessar knáu konur til að ræða leiðir og hugmyndir í dönskukennslu fyrir nemendur. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig verkefninu miðar áfram.

Meira

1. september 2014 - Varmaland
Síðustu dagar hafa verið mildir og góðir enda óspart nýttir til útikennslu. Í heimilisfræði í 7. bekk útbjuggum við nesti. Nemendum var bent á að það þyrfti að vera fjölbreytt og hollt. Einnig var vakin athygli á hentugu nestisboxi úr mjólkurfernu. Þriðja markmiðið með þessum kennslustundum var að átta sig á hvað jörðin gefur og voru berin notuð í þeim tilgangi.

Meira

1. september 2014
Nú hafa nemendur kosið í nemendaráð í GBF þeir sem hlutu kosningu að þessu sinni eru:
 
Í Kleppjárnsreykjadeild:
- Melkorka Pétursdóttir
- Guðmundur Friðrik Jónsson
- Guðrún Helga Tryggvadóttir
- Birgitta Björnsdóttir og Guttormur Jón Gíslason

Í Varmalandsdeild:
- Þorgerður Sól Ívarsdóttir
- Ástrós Vera Hafsteinsdóttir
- Ýmir Örn Hafsteinsson
- Birta Huld Hauksdóttir og Þórður Brynjarsson
 
Þessum nemendum er óskað velgengni í störfum fyrir hönd nemenda skólans.
 
 

Meira

28. ágúst 2014 - Kleppjárnsreykir

Í vikunni raskaðist hefðbundin kennsla þar sem einn af nemendum skólans hefur verið að keppa fyrir hönd Íslands í fótbolta á U15 í Kína. Eftirvæntingin var mikil og stemning góð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þegar leikurinn um bronsið fór fram.

 

U15 landsliðið átti góðan leik. Til hamingju með bronsið strákar. Á vef Fifa má sjá þá með bronsið.

 

Einnig má lesa frétt og sjá myndir á vef Skessuhorns og á vef KSÍ.

 

 

Meira

11. ágúst 2014

 

Starfsmenn skóla mæta til vinnu föstudaginn 15. ágúst.

Vinna hefst með starfsmannafundi í Kleppjárnsreykjadeild kl. 8:30

 

Skólasetning verður fimmtudaginn 21. ágúst sem hér segir:

  • kl. 10:00 á Kleppjárnsreykjum,
  • kl. 12:00 á Hvanneyri og
  • kl. 14:00 á Varmalandi í Þinghamri.

 

Stjórnendur

Meira

20. júní 2014

Grunnskóli Borgarfjarðar hefur gefið út ársskýrslu fyrir starfsemi allra deilda skólans veturinn 2013 - 2014.

 

Ársskýrsluna í heild sinni er að finna hér á vef Grunnskóla Borgarfjarðar undir útgefið efni, þar má einnig finna eldri ársskýrslur sem og Sjálfsmatsskýrslur skólans.

Meira

10. júní 2014

Þann 28 maí síðastliðinn tóku nemendur Kleppjárnsreykjadeildar GBF þátt í UNICEF-hreyfingunni. Kennarar 1. - 7. bekkja höfðu frætt nemendur sína um aðstæður barna í þeim löndum sem UNICEF er með hjálparstarf og í kjölfarið söfnuðu nemendur áheitum til styrktar starfi UNICEF á Íslandi. Kennararnir skipulögðu mismunandi þrautabrautir og verkefni fyrir nemendur til að vinna að í ákveðinn tíma og fyrir það fengu þeir límmiða. Að því loknu innheimtu nemendur áheitin sín og þegar talið var uppúr umslögunum reyndist upphæðin vera kr. 94.136,- Þarna sannaðist sem svo oft áður að margt smátt gerir eitt stórt.

 

Í haust söfnuðust kr. 80.000 kr til UNICEF á flóamarkaði okkar á Kleppjárnsreykjum og kr. 80.000 til RKÍ svo nemendur og aðstandendur þeirra geta verið stoltir af framlagi sínu til góðgerðarmála þetta skólaárið.

 

Meira