Upplestrarkeppni GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í gær var haldin upplestrarkeppni GBF fyrir 7. bekk. Fimm nemendur tóku þátt en þeir voru valdir fyrir hönd sinnar deildar til þess að mæta í Reykholt. Nemendurnir fimm lásu upp texta í fyrstu umferð og ljóð í annarri umferð. Dómarar töluðu um að erfitt hefði verið að velja þrjá nemendur sem myndu halda áfram í Upplestrarkeppni Vesturlands því þau stóðu sig öll svo vel. Dómararnir Birna Guðrún Konráðsdóttir og Sævar Ingi Jónsson völdu þau Guðmar Sigvaldason, Guðrúnu Sjöfn Kulseng og Sigurð Örn Sigurðsson til þess að taka þátt fyrir hönd Grunnskóla Borgarfjarðar í Upplestrarkeppni Vesturlands þann 26. mars næstkomandi.