Páskaratleikur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í útikennslutíma síðustu viku voru nemendur á yngstastigi á Kleppjárnsreykjum með páskaratleik. Vegna aðstæðna náðist ekki að hafa ratleikinn fyrir páska og þótti nemendum og kennurum ómögulegt að hætta við. Nemendur leystu þrautir og verkefni og fundu orð sem að þau settu saman í setningu sem að leiddi þau svo að verðlaununum. Verðlaunin voru að sjálfsögðu páskaegg og þó svo …

Styrkur úr Sprotasjóði í hlut GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í Dymbilvikunni var gert kunnugt um þau verkefni sem hljóta styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022. Eitt af þeim verkefnum sem hlutu styrk var verkefnið Við- heildstæð kynfræðsla með áherslu á sjálfsmynd og líkamsímynd. Verkefnið er í samstarfi við Leikskólann Hnoðraból en mun einnig ná til allra nemenda GBF. Við- verkefnið snýr að eflingu sjálfsmyndar og jákvæðrar líkamsímyndar nemenda tengt …

Skólastarf að loknu páskafríi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Ný reglugerð hefur litið dagsins ljós og lítur út fyrir að skólarnir geti opnað þriðjudaginn 6. apríl án mikilla takmarkanna. Stjórnendur skólanna í Borgarbyggð hafa fundað um stöðuna. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tölvupósti um helgina ef eitthvað breytist. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir takmörkunum á starfi grunnskóla eins og hér segir: * Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun …

Leikskólaheimsókn á Hnoðraból

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

1.bekkur fór í heimsókn á Hnoðraból og eyddi tíma með skólahóp í útiveru á leikskólalóðinni. Nemendur í 1.bekk höfðu aldrei komið inn á leiksvæði leikskólans og því mikill spenningur og mikil gleði í hópnum. Bílinn var líklegast vinsælasta leiktækið. Skólahópur Hnoðrabóls mun síðan koma í grunnskólann á föstudaginn n.k. og fara með 1.og 2.bekk í íþróttir.

Stærðfræðiverkefni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

1.bekkur spreytti sig á að því að byggja byggingu eða hús úr kaplakubbum. Þetta verkefni reyndi á samvinnu og rýmisgreind sem mikilvægt er fyrir stærðfræði rökhugsun. Eftir að hafa unnið saman, skoðað hvað þarf að gera til að veggir og/eða þak falli ekki niður var hverjum og einu frjálst að byggja sitt eigið hús. Tilvalin uppbrot á stærðfræðinámi og skemmtilegt …

Skóla lokað fram að páskum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólastarf í grunnskólum fellur niður fram að páskum. Gert er ráð fyrir að það verði með óhefðbundnum hætti um tíma að loknu páskafríi. Upplýsingar verða sendar forráðamönnum nemenda um leið og þær liggja fyrir.Við vekjum athygli á frétt á heimasíðu Borgarbyggðar með upplýsingum um aðgerðir sem bitna á starfsemi Borgarbyggðar. https://www.borgarbyggd.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/frettir-ur-borgarbyggd/adgerdir-sem-taka-gildi-fra-og-med-25-mars-vegna-covid-20

Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í unglingadeildir

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 17. mars  kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í unglingadeildir GBF. Flutti hann fyrirlesturinn Vertu ástfanginn af lífinu sem fjallar um jákvæðar ákvarðanir, markmiðasetningu og almennt viðhorf til lífsins. Nemendur tóku mjög vel í fyrirlesturinn og fengu í hendurnar verkfæri til áframhaldandi vinnu.

Árshátíðargleði unglingadeildar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í fyrra hófst vinna við undirbúning árshátíðar, nemendur í leiklistarvali á vorönn sömdu þá handrit að leikriti sem var svo aldrei sýnt vegna samkomutakmarkana. Í vetur var því ákveðið að dusta rykið af hugmynd fyrra árs og að taka árshátíðarsýninguna upp í stað þess að vera með sviðsverk líkt og áður hefur verið. Afraksturinn var svo sýndur á árshátíðargleði fimmtudaginn …

Vísindadagur yngstastig á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á föstudaginn síðasta var vísindadagur á yngstastigi á Kleppjárnsreykjum. Ástæða dagsins var að nemendur safna stjörnum fyrir að vera jákvæðir leiðtogar og þegar þau eru komin með ákveðið margar stjörnur gera þau sér dagamun. Fyrirkomulagið á stjörnunum er að þau gefa hvort öðru stjörnur fyrir jákvæða leiðtogahæfni, eins og hjálpsemi og vináttu og hegðun sem þeim finnst til eftirbreytni. Þau …