Dansnámskeið

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í byrjun september kom Jón Pétur danskennari og var með alla nemendur skólans á dansnámskeiði þar sem lögð er mikil á hersla á hópefli og félagsfærni. Allir nemendur tóku þátt í misstórum hópum og var mjög skemmtilegt að fylgjast með. Jón Pétur var mjög ánægður með nemendur okkar og hrósaði þeim fyrir  hversu dugleg þau voru og  móttækileg.  Hann hrósaði sérstaklega unglingunum …

Sultugerð á Hvanneyri og gjafastuð

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við hér á Hvanneyrardeild datt í hug að þjálfa okkur upp í að gefa með okkur og því þótti okkur þjóðráð að færa okkar virðulegu eldri borgurum staðarins eitthvað. Við fengum rabbabara frá einum umsjónakennaranum sem við brytjuðum niður, suðum ásamt jarðarberjum og settum í krukkur. Einnig skunduðum við í berjamó í einni útikennslunni og tíndum þau ber sem við …

Skorradalsferð unglingastigs GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 25. ágúst lagði unglingadeild GBF af stað í árlega hópeflisferð sína. Í ár lá leiðin í Skorradal eins og svo oft áður en nú var gengið frá Fitjum og niður í Skátafell, skála Skátafélags Akraness. Þar undi hópurinn sér við ýmislegt, margir fóru að vaða í Skorradalsvatni, sem breyttist fljótlega í sund, aðrir könnuðu skóginn. Hópurinn grillaði saman og …

Miðstigs leikar GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Sökum fjöldatakmarkana var ákveðið að halda miðstigsleika innan GBF þetta haustið í stað þess að fara í Borgarnes og hitta nemendur úr öðrum skólum. Stefnt er þó að því að hittast þegar vorar og halda stóru Miðstigs leikana í Borgarnesi. Nemendur miðstigs GBF hittust á Kleppjárnsreykjum þar sem þó tóku þátt í frjálsum og sundi. Hópnum var einnig skipt þvert …

Yngsta stigs leikar GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þetta haustið voru yngsta stigs leikar haldnir á Hvanneyri þar sem 71 nemandi hittust af öllum deildum skólans. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni og var yfirþemað Skrímsli. Það var skrifuð skrímsla saga, farið í skrímsla leiki, búið til slím og að sjálfsögðu voru búin til skrímsli. Ánægjulegur skrímsladagur hjá yngsta stiginu.

Listaverka gjafir frá nemendum vorið 2021

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vor fengum við nokkur listaverk að gjöf frá nemendum sem voru að útskrifast eða flytja í burtu. Þetta voru eiginlega kveðjugjafir frá nemendum til skólans. Listamennirnir eru Guðrún Sjöfn, Hjördís Ylfa, Ingibjörg, Kristjana Lind og Tara Björk. Við þökkum þeim kærlega fyrir þessar dásamlegu gjafir og munu verk þeirra prýða starfsmannarými Kleppjárnsreykjadeildar.    

Skólasetning GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar var mánudaginn 23. september. Vegna fjöldatakmarkana og húsnæðis þurfti að skipta skólasetningunni upp í fleiri hluta en í venjulegu árferði. Nemendur mættu galvaskir til leiks ásamt foreldrum sínum og fengu upplýsingar frá umsjónarkennurum sínum um tilvonandi skólaár. Gott að sjá nemendur eftir sumarfrí.

Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst 2021. Skólasetningunni verður skipt upp líkt og í fyrra með áherslu á að það verði ekki blöndun á hópum þennan dag og ekki mikil umferð um skólana. Fullorðnir þurfa að bera grímur á skólasetningu. Eftirfarandi skipulag verður á skólasetningu: Varmaland:Kl. 10:00 Skólasetning í íþróttasalnum. Allir saman en dreifum okkur vel. Eftir setningu: – Yngsta stig …

Kynning fyrir LBHÍ á leiðtoganum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í langan tíma hefur staðið til að nemendur Hvanneyrardeildar kæmur í Landbúnaðarháskóla Íslands og kynnt fyirr starfsfólkinu Leiðtogan í mér en vegna covid-19 varð alltaf að fresta fyrirhuguðum heimsóknum. En mánudaginn 7.júní sáum við smá glugga opnast og buðum þeim sem vildu úr LBHÍ að hitta nokkra nemendur þar sem þeir fengu kynning á hvernig unnið er með venjurnar í …