Upplestur í beinni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er óhætt að segja að tæknin hjálpi til við að brjóta upp skólastarfið hjá okkur. Í síðustu viku og þessari hafa bræðurnir Ævar Þór og Guðni Benediktssynir lesið upp úr bókum sínum fyrir nemendur skólans. Ævar las uppúr bókinni sinni Þín eigin undirdjúp sem er sjöunda bókin í Þín eigin bókaröðinni og Guðni las uppúr bókinni Bráðum áðan . Nemendur nutu þess að fylgjast með …

Jólastjarna og föndur á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hefð er fyrir því að nemendur Varmalandsdeildar myndi vinakeðju og gangi með kyndla  upp á Laugahnjúk þar sem kveikt hefur verið á jólastjörnunni. Þar sem ekki má blanda saman hópum var hefðinni breytt og engin keðja mynduð heldur fóru nemendur í aðskildum hópum upp að stjörnunni. Þar sungu þeir hástöfum þangað til ljós kviknaði á stjörnunni. Eftir gönguferðina fengu allir kakó og …

Samhugsverkefni yngsta stigs GBF Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Til þess að leggja okkar af mörkum í fallega verkefnið Samhugur í Borgarbyggð ákváðum við á yngsta stigi GBF Varmalandi að útbúa merkimiða og gefa í söfnunina. Nemendur perluðu litlar myndir að eigin vali og svo voru “til og frá” miðar þræddir á hvert listaverk. Þessu var safnað saman í litla öskju sem Baltasar Jökull nemandi í 2. bekk tók að sér að fara svo með á Heilsugæslustöðina …

Umhverfisbingó

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur Hvanneyrardeildar í 1.-4. bekk fóru í svokallað umhverfisbingó í upplýsingamennt. Þar sem nemendur unnu skemmtilegt verkefni tengt grænfánanum þar sem tól upplýsingatæknarinnar voru notuð við úrvinnslu þess. Verkefnið fólst í því að nemendur áttu að finna ákveðna hluti í nærumhverfi skólans svo sem steina, plöntur, umferðaskilti og fleira. Jafn óðum tók kennari umræðu um hverskyns plöntu/stein/umferðarskilti var um að ræða. Virkilega skemmtilegt …

Miðaldabær

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðstigið á Kleppjárnsreykjum hafa verið að læra um miðaldir og hvernig líf og borgir voru á þeim tímum. Nemendur teiknuðu, hönnuðu og bjuggu til sína eigin miðaldaborg. Í list- og verkgreinum bjuggu til módel af kastala, kirkju, verslun, fólki og margt fleira. Nemendur ákváðu síðan að skíra miðaldabæinn sinn Kattargat van.

Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Árleg ljósahátíð var haldin á Kleppjárnsreykjum í dag. Vegna sóttvarnarráðstafana var hátíðin haldin utandyra. Nemendur komu út og stóðu við ljósker sem nemendur á miðstigi höfðu útbúið úr vatni og látið frjósa. Ástrún, Flóvent Bjarni og Kristín lásu ljóð og nemendur sungu síðan Snjókorn falla og Bjart er yfir Betlehem. Síðan fór yngsti nemandi deildarinnar, Laufey Erna og elsti nemandi …

Heimferð flýtt í dag, fimmtudaginn 26. nóvember

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun eftir hádegið í dag. Við höfum metið ástandið í samráði við bílstjóra og ákveðið að skólabílar fara fyrr heim. Foreldrar hafa fengið póst frá stjórnendum með tímasetningum fyrir þeirra deild. Nemendur fá hádegismat í skólanum áður en þeir fara heim. Vinsamlegast hafið samband við skólann ef einhver vandræði skapast vegna þessa eða ef þið …

Piparkökubakstur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á Hvanneyri er að farið að huga að jólaundirbúningi og bökuðu nemendur piparkökur og skreyttu. Allir stóðu sig með stakri prýði og var mikil gleði.

Lestrar- og stærðfræðimarþon á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á degi íslenskra tungu þreyttu nemendur Hvanneyrardeildar lestrar- og stærðfræðimaraþon, þar sem þau voru að safna áheitum fyrir aparólu til að setja í nágrenni við skólann. Nú þegar hefur safnast yfir 170.000 kr.