Stærðfræðikeppni FVA

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Viðurkenninga- og verðlaunaafhending  fyrir árangur í Stærðfræðikeppni FVA fór fram inni í bekkjarstofu hjá okkur á föstudaginn var. En afhendingin sjálf sem til stóð þann 14. mars síðastliðinn var því miður felld niður eins og svo margar samkomur þessa dagana vegna Covid-19 faraldursins. Keppnin sjálf var haldin þann 21. febrúar og átti Grunnskóli Borgarfjarðar þar 23 keppendur. Veittar eru viðurkenningar …

Starfsdagur 16. mars

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnarlaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Mikilvægt er að sveitarfélögin vinni að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir og aðstæðna á hverjum stað. Því hefur sveitastjórn ákveðið að loka grunn- og leikskólum í Borgarbyggð mánudaginn 16. mars n.k. Þann 16. mars …

Upplestrarkeppni GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í gær var haldin upplestrarkeppni GBF fyrir 7. bekk. Fimm nemendur tóku þátt en þeir voru valdir fyrir hönd sinnar deildar til þess að mæta í Reykholt. Nemendurnir fimm lásu upp texta í fyrstu umferð og ljóð í annarri umferð. Dómarar töluðu um að erfitt hefði verið að velja þrjá nemendur sem myndu halda áfram í Upplestrarkeppni Vesturlands því þau stóðu …

Skauta og menningaferð 4. og 5. bekkjar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í gær 5. mars skellti 4. og 5. bekkingar úr öllum deildum GBF sér í höfuðborgina. Fyrsti viðkomu staður var Skautahöllin í Laugardal þar sem nemendur rendu sér á skautum, margir í fyrsta skipti. Síðan lá leið okkar á Þjóðminnjasafnið þar sem við skoðuðum sýningu um landnámið. Að lokum fórum við í styttugarðinn við safn Einars Jónssonar, fengum okkur nesti og …

Útikennsla hjá 1. – 3. bekk K

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í útikennslu í gær 5. mars voru nemendur að teikna fjölbreytt listaverk í snjóinn. Nemendur í 1. – 3. bekk Kleppjárnsreykjadeildar nýttu sér góða veðrið og máluðu með penslum og vatnsþynntum þekjulitum á snjóinn. Fjölbreytt og skemmtileg listaverk fyrir utan allar frábæru umræðurnar sem áttu sér stað. 

Öskudagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur mættu í fjölbreyttum búningum í skólann daginn fyrir vetrarfrí. Öskudagur var haldinn hátíðlegur á öllum deildum og voru böll þar sem nemendur dönsuðu, fóru í leiki og slógu köttinn úr tunnunni. Nemendur á Hvanneyri fóru í sinn árlega göngutúr á milli fyrirtækja og sungu fyrir starfsmenn þeirra.

Vetrarfrí og starfsdagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudag og föstudag 27.-28. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Á mánudaginn er skipulagsdagur starfsfólks og frí fyrir nemendur. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 3. mars.

Skíðaferðir

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á mánudaginn var farið með 1. – 7. bekk á skíði í Bláfjöllum og á þriðjudaginn með 8. – 10. bekk. Báðar ferðir lukkuðust vel, nemendur skemmtu sér konunglega og voru flest mjög fljót að ná tökum á skíðaíþróttinni. Okkur er strax farið að hlakka til næsta árs.

Eldvarnargetraun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fyrir jól tóku nemendur 3. bekkjar  þátt í eldvarnarátaki á vegum Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bjarni Kr. Þorsteinsson sá um fræðsluna. Hann bauð nemendur taka þátt í eldvarnargetraun. Héctor Hidalgo nemandi í GBF Varmalandsdeild var svo heppinn að vera dreginn út og fékk viðurkenningarskjal, reykskynjara og gjafabréf í trampólíngarðinn. Til hamingju Héctor.